Nýjustu fréttir

Morgunfundur 11.júní: Mañana - Spánn og framtíðin

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið efnir til opins morgunfundar um framtíð efnahagsmála á Spáni fimmtudaginn 11. júní í Húsi atvinnulífsins kl. 08.30 - 10.00. Spánn hefur lengi verið mikilvægt viðskiptaland fyrir Ísland, en erfiðleikar undanfarinna ára í efnahagslífinu þar eru flestum kunnir. Atvinnuleysi hefur verið mjög hátt og ásakanir um spillingu landlægar. Nýlegar kannanir sýna að almenningur hefur litla trú á að staðan batni á næstunni.

Skoða nánar

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið (SPIS)

Tilgangur félagsins er að efla viðskipti og efnahagssamvinnu landanna. Félagið mun leitast við að starfa með þeim félögum á Íslandi og í Spáni, sem vinna að hliðstæðum verkefnum. Til að stuðla að þessum markmiðum mun félagið, eftir efnum og ástæðum, standa fyrir fræðslufundum og rástefnum og veita upplýsingar um atvinnulíf, fjárfestingarmöguleika og viðskiptamöguleika í Spáni og á Íslandi.